Tilgreinir gjaldmiðilskóta vaxtareikningsins.
Ef keyrslan Stofna vaxtareikninga er notuð er einn vaxtareikningur stofnaður fyrir hvern gjaldmiðil sem færslur þar sem vextir eru reiknaðir finnast fyrir.
Ef vaxtareikningur er stofnaður handvirkt sækir kerfið sjálfgefinn gjaldmiðilskóta viðskiptamanns úr töflunni Viðskiptamaður þegar fært er í reitinn Númer viðskiptamanns. Þessi reitur er auður ef enginn gjaldmiðilskóti hefur verið færður inn á viðskiptamannaspjald.
Hægt er að skipta um gjaldmiðil með því að smella á reitinn.
Til athugunar |
---|
Þessum reit má breyta á meðan ekki er búið að senda vaxtareikning. Ef reynt er að færa inn annan gjaldmiðilskóta og hafi ein eða fleiri vaxtareikningslínur verið fylltar út berst viðvörun um að þær línur sem fyrir eru muni eyðast úr vaxtareikningi. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |