Tilgreinir hámarksfjölda innheimtubréfa sem stofna má til vegna sama reiknings. Hann er óháður fjölda skilgreindra stiga.
Hægt er til dæmis að setja upp þrjú stig og færa 5 í þennan reit. Þá gefur kerfið kost á því að tiltekinn reikningur birtist á allt að fimm innheimtubréfum (sá fyrsti á stigi 1, annar á stigi 2 og þau sem eftir eru á stigi 3). Þegar reikningur hefur birst í leyfilegum hámarksfjölda innheimtubréfa, verður viðkomandi reikningur ekki í innheimtubréfum fyrir viðskiptamanninn.
Ef ætlunin er að halda áfram að senda innheimtubréf er hægt að hækka hámarksfjölda innheimtubréfa.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |