Tilgreinir hvort þessa VSK-færslu eigi að skrá sem þjónustu í reglubundnum VSK-skýrslum.

Ef bókað er skjal sem notar VSK-bókunargrunn þar sem reiturinn ESB-þjónusta er valinn, er reiturinn ESB-þjónusta í samsvarandi VSK-færslu einnig valinn. Þá er hægt að hafa færsluna með í reglubundnum VSK-skýrslum sem senda þarf til skattayfirvalda.

Viðbótarupplýsingar

Frá árinu 2010 verður þjónusta að vera með í VSK-yfirliti og öðrum VSK-skýrslum fyrir lönd/svæði innan Evrópusambandsins (ESB). Hægt er að nota Microsoft Dynamics NAV til þess að mynda reglubundnar VSK-skýrslur sem innihalda þjónustur. Microsoft Dynamics NAV notar VSK-bókunargrunn til að greina viðskipti með þjónustur frá viðskiptum með áþreifanlegar vörur.

VSK af þjónustu er skráður á mismunandi hátt í hverju landi/svæði. Nánari upplýsingar fást með því að skoða efnisatriðið Nýjungar í hluta hjálparefnis Microsoft Dynamics NAV fyrir þitt land/svæði.

Ábending

Sjá einnig