Tilgreinir upplýsingar um fyrirtækið. Í töflunni Upprunakóti eru allir upprunakótar sem til eru.

Mikilvægt
Þegar nýtt fyrirtæki er sett upp er töflurnar Upprunakóti og Uppsetn. upprunakóta notaðar.

Við bókun færslubóka, pantana, reikninga og kreditreikninga og notkun ýmissa keyrslna eru stofnaðar færslur á ársreikningum. Í Uppsetn. upprunakóta töflunni eru allar bókunaraðferðir úr færslubók, af innkaupareikningi o.s.frv. Þar eru jafnframt heiti allra keyrslna sem stofna færslur. Hjá hverri bókunaraðferð og keyrslu er upprunakóti sem er skammstöfun fyrir hana. Til dæmis er FHFBOK færslubók.

Stundum þarf að skoða hvernig ákveðin færsla varð til, t.d. hvort hún varð til við bókun færslubókar eða innkaupareiknings. Það er gert með því að nota töflurnar Upprunakóti og Uppsetn. upprunakóta.

Við bókun eða keyrslu er réttur upprunakóti sjálfkrafa hengdur við færsluna. Til dæmis, við bókun úr færslubók er færslan kótuð sem FÆRSLUBK.

Til að sjá hvaðan tiltekin færsla kemur er hægt að fara á viðeigandi færslutöflu-t.d. Fjárhagsfærsla, Viðskm.færsla, Lánardr.færsla, eða Birgðafærsla, og síðan er innihald reitarins Upprunakóði við hliðina á færslunni skoðað.

Sjá einnig