Tilgreinir mikilvægi lánardrottins þegar lagðar eru til greiðslur með aðgerðinni Greiðslutillögur til lánardrottna. Svæðið er skilið eftir autt ef ekki á að nota greiðsluforgang.
Reitinn Forgangur má nota ef aðeins takmörkuð upphæð er fyrir hendi til greiðslu. Þá er unnt að setja lánardrottnana í forgangsröð, eins og er sýnt í eftirfarandi dæmi:
Valkostur | Lýsing |
---|---|
Tómur reitur (0) | Enginn forgangur |
1 | Mikilvægustu lánardrottnarnir |
2 | Næstmikilvægustu lánardrottnarnir |
Hægt er að búa til nýjar forgangsstillingar eftir hentugleika.
Þegar keyrslan Greiðslutillögur til lánardr. er keyrð leggur forritið til að lánardrottnum með mestan forgang sé borgað fyrst.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |