Sýnir heildarupphæð vaxta og viðbótargjalda sem lánardrottinn hefur bætt við innheimtubréf. Ef reikningsfært er á lánardrottin í fleiri en einum gjaldmiðli er þessi upphæð mynduð úr mismunandi gjaldmiðlum. Þegar sú er raunin þarf að afmarka upphæðina með gjaldmiðilsafmörkun.
Hægt er að afmarka reitinn Upphæðir innheimtubréfa þannig að efni hans sé einungis byggt á tilteknum Alvíddargildum 1, Alvíddargildum 2, gjaldmiðlum og/eða dagsetningum.
Kerfið reiknar og uppfærir sjálfkrafa efni reitsins á grundvelli færslnanna í reitnum Upphæð í töflunni Lánardr.færsla þegar tegund fylgiskjals er Innheimtubréf.
Hægt er að sjá færslur í lánardrottnabók sem mynda upphæðina sem birt er með því að velja reit.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |