Tilgreinir númer lánardrottins. Reiturinn er annað hvort fylltur út sjálfkrafa úr skilgreindum númeraröðum, eða númerin eru færð inn handvirkt þar sem virkjuð hefur verið handvirk innfærsla númera í uppsetningu númeraraða.
Hægt er að nota eina af eftirfarandi aðferðum til að slá inn númerið:
-
Ef sett hefur verið upp sjálfgefin númeraröð lánardrottna er stutt á FÆRSLULYKIL til að láta kerfið fylla út reitinn með næsta númeri í röðinni.
-
Ef stofnaðar eru fleiri en ein númeraröð fyrir lánardrottna er smellt á reitinn og valin röðin sem óskað er eftir að nota. Forritið fyllir í reitinn með næsta númeri í þeirri númeraröð.
-
Ef ekki hafa verið settar upp númeraraðir fyrir lánardrottna eða númeraröðin er með gátmerki í reitnum Handfærð nr.röð er hægt að færa inn númer handvirkt. Mest má rita 20 stafi, bæði tölustafi og bókstafi. Hægt er t.d. að nota símanúmer lánardrottins sem númer lánardrottins.
Númerið auðkennir lánardrottin og er notað þegar bókað er úr færslubók eða stofnaðar beiðnir, pantanir, reikningar og kreditreikningar.
Ekki er hægt að færa inn í hina reitina í Lánardrottnatöflunni fyrr en númer hefur verið skráð í Nr.-reitinn.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |