Tilgreinir fylgiskjalsnúmer fyrir færslubókarlínu.

Ef reiturinn Bókunarnúmeraröð á færslubókarlínunni inniheldur númeraraðarkóta, verður hann notaður til að úthluta bókunarfærslunni fylgiskjalsnúmer. Ef reiturinn Bókunarnúmeraröð er auður verða númerin í þessum reit notuð sem fylgiskjalsnúmer bókuðu færslunnar.

Ef reiturinn Númeraröð á bókarkeyrslunni er fylltur út, setur forritið sjálfkrafa næsta númer í númeraröðinni í reitinn.

Hægt er að tilgreina fylgiskjalsnúmer handvirkt ef reiturinn Númeraröð í bókarkeyrslunni er auður.

Ef bókin er ítrekunarbók og reiturinn Bókunarnúmeraröð í línunni er auður má færa hér inn reiknireglu sem verður notuð til að búa til fylgiskjalsnúmer fyrir hverja bókaða færslu. Fylgiskjalsnúmerið verður sjálfkrafa uppfært í hvert sinn sem færslubókin er bókuð. (Einnig er hægt að velja að færa inn varanlegan texta sem notaður er í hvert sinn sem færslubókin er uppfærð.)

Setja má upp reiknireglu fyrir fylgiskjalsnúmer með einum af eftirfarandi kótum:

KótiNiðurstaða:

%1

Líðandi dagur (til dæmis mánudagur)

%2

Líðandi vika (til dæmis 52)

%3

Númer líðandi mánaðar (til dæmis 1)

%4

Heiti líðandi mánaðar (til dæmis janúar)

%5

Heiti líðandi bókhaldstímabils (til dæmis janúar)

Dæmi:

Ef fylgiskjalsnúmer færslunnar er "K (klst.) + líðandi mánuður," skal rita "K%3" í reitinn. Fylgiskjalsnúmerið fyrir janúar verður þá K1.

Ef fleiri línur en ein eru í færslubókinni heldur kerfið sjálfkrafa sama númeri á síðari línum þar til staða bókarinnar er 0. Næsta númer í röðinni færist þá í næstu línu.

Ábending

Sjá einnig

Tilvísun

Verkbók