Tilgreinir númer forðans. Nota má eina af eftirfarandi aðferðum:
-
Ef sett hefur verið upp sjálfgefin númeraröð fyrir forða er stutt á færslulykilinn til að fylla út reitinn með næsta númeri í röðinni.
-
Ef sett hefur verið upp fleiri en ein númeraröð fyrir forða skal velja reitinn og velja þá röð sem nota skal. Reiturinn er fylltur út með næsta númeri í þeirri númeraröð.
-
Ef númeraröð hefur ekki verið sett upp fyrir forða eða ef reiturinn Handfærð nr.röð er valinn fyrir númeraröðina er hægt að færa númer inn handvirkt. Mest má rita 20 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.
Númerið auðkennir forðann. Hægt er að nota reitina Tegund og Heiti til að lýsa forðanum nánar. Hægt er til dæmis að færa inn kóta í þennan reit sem lýsir virkni eða vél.
Ekki er hægt að fylla út hina reitina í töflunni Forði fyrr en númer hefur verið tilgreint í reitnum Nr..
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |