Tilgreinir upplýsingar um birgðageymslur notanda, svo sem vöruhús og dreifingarmiðstöðvar.

Hægt er að henda reiður á vörum í mismunandi birgðageymslum með töflunni Birgðageymsla. Sérhver birgðageymsla er bæði með heit og kóta sem stendur fyrir heitið. Hægt er að nota töfluna til að úthluta kóta á heiti birgðageymslu. Síðan má færa kótann inn í birgðageymslukótareitina annars staðar í kerfinu, til dæmis í línur í innkaupa- eða söluskjölum. Þá er færslan skráð fyrir birgðageymsluna þegar bókað er.

Setja verður upp Birgðageymsluspjald og birgðageymslukóta fyrir allar birgðageymslur eða dreifingarmiðstöðvar. Þegar skráð er aukning eða minnkun birgða er færður inn kóti viðkomandi birgðageymslu. Þannig er alltaf hægt að sjá hvar tilteknar vörur eru geymdar.

Sjá einnig