Inniheldur lista yfir við hverju er búist um verkið, annað hvort varðandi áætlun (hvaða vöru, forða og fjárhagsútgjöld sem er búist við að nota) eða samning (hvað samið er um að viðskiptamaðurinn skuli greiða fyrir verkið).
Setja má upp áætlunarlínur fyrir hvern verkhluta verksins. Hafi samist við viðskiptamanninn um að hann greiði eina heildarupphæð fyrir allt verkið, burtséð frá notkun einstakra verkhluta, þarf aðeins að setja upp eina áætlunarlínu verks, af tegundinni Samningur, fyrir allt verkið.
Einungis er hægt að reikningsfæra áætlunarlínur af tegundinni Samningur eða Bæði áætlun og samningur. Áætlunarlínur af tegundinni Áætlun teljast ekki reikningshæfar.
Mikilvægt |
---|
Verkáætlunarlínur geta verið búnar til af kerfinu ef Microsoft Dynamics NAV er sett upp þannig að það stofni línu í hvert sinn sem verkfærsla er stofnuð. Ef svo er birtast skilaboð um hvort halda eigi áfram, þegar reynt er að breyta áætlunarlínu, í reit sem tengist magni eða upphæð. Smellt er á Já til að halda áfram. |