Þennan Connect Online hlutverkshluta er hægt að tengja við internetið, t.d. til að sækja uppfærslur, skoða fréttahópa, taka þátt í netnámskeiðum og fá aðgang að öðrum sjálfshjálparverkfærum. Frekari upplýsingar eru í CustomerSource.

Upplýsingarnar eru birtar í skyggnusýningu í mismunandi flokkum með tenglum á vefsvæði þar sem hægt er að lesa ítarlega umfjöllun. Efnið er sjálfkrafa afmarkað eftir hlutverki notandans eða innskráningarupplýsingum netsamfélagsþjónustu Microsoft Dynamics.

Hægt er að nota aðgerðahnappana í hlutanum Mitt hlutverk fyrir einfalda sérstillingu. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast með því að smella á hnappinn Hjálp.

Hægt er að bæta hlutanum við eða fjarlægja hann eins og aðra hluta í Mitt hlutverk. Frekari upplýsingar eru í Vinna með Hlutverkamiðstöðvar.

Til athugunar
Ef tenging við efnisþjóninn á internetinu rofnar er ótengdur skjár sýndur þar til tenging er komin á. Smellt er á Endurnýja til að reyna endurtengingu við efnisþjóninn.

Listi yfir studdar forstillingar (Mitt hlutverk)

Sum hlutverk (Mitt hlutverk) innihalda sjálfgefið netupplýsingahlutann. Í öðrum hlutverkum þarf að bæta honum við. Sum hlutverk styðja ekki þennan hluta og þau þarf að grunnstilla svo hægt sé að birta netupplýsingarnar. Eftirfarandi staðlaðar forstillingar í Microsoft Dynamics NAV eru studdar:

Er sjálfgefið birt

Forstilling Auðkenni

Aðalbókari

9001

Tæknistjóri

9018

Forstjóri

9019

Forstjóri - lítið fyrirtæki

9020

Framleiðslustjóri

9010

Verkefnisáætlun

9015

Forðastjóri

9014

Sölustjóri

9005

Þarf að sérstilla

Forstilling Auðkenni

Gjaldkeri

9002

Innheimtustjóri

9003

Bókari

9004

Afgreiðslustjórnun

9016

Pantanavinnsla

9006

Innkaupaaðili

9007

Afhending og móttaka

9008

Afhending og móttaka - vöruhúsakerfi

9 000

Verkstæðisstjóri

9012

Verkstæðisstjóri - grunnur

9011

Þarf að grunnstilla

Forstilling Auðkenni

Starfsmaður á vél

9013

Tæknimaður í útkalli

9017

Starfsmaður í vöruhúsi - vöruhúsakerfi

9009

Upplýsingar um hvernig grunnstilla á hlutverkamiðstöðvar til að nota eða sleppa Microsoft Dynamics Online Connect eru í Microsoft Dynamics Online Connect.

Ábending

Sjá einnig