Inniheldur lýsingu á línum áætlunarvinnublaðs sem koma fram á flýtiflipanum Tímaás.
Eftirfarandi lýsingagerðir eru tiltækar.
Tegund | Lýsing |
---|---|
Innkaupatillögulína [vara X] | Sýnir tillagða framboðspöntun fyrir vöru X. |
Framleiðslupöntun [nr.X vara X] | Stendur fyrir fyrirliggjandi framleiðslupöntun X fyrir vöru X sem áætlunarkerfið leggur til að verði breytt. |
Innkaupapöntun [nr.X vara X] | Stendur fyrir fyrirliggjandi innkaupapöntun X fyrir vöru X sem áætlunarkerfið leggur til að verði breytt. |
Samsetningarpöntun [nr. X vara X] | Stendur fyrir fyrirliggjandi samsetningarpöntun X fyrir vöru X sem áætlunarkerfið leggur til að verði breytt. |
Millifærslupöntun [nr.X vara X] | Stendur fyrir fyrirliggjandi millifærslupöntun X fyrir vöru X sem áætlunarkerfið leggur til að verði breytt. |
Nýjar birgðir [X] | Sýnir framboðspöntun sem var stofnuð með aðgerðinni Búa til nýtt framboð eftir að glugginn Tiltækar vörur eftir tímalínu var opnaður. Þessi pöntun er ekki í glugganum Áætlunarvinnublað fyrr en Vista breytingar er valið. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |