Tilgreinir gengi annars skýrslugjaldmiðils fyrir fastafjármuni ef bókað er í öðrum skýrslugjaldmiðli og notaður er kerfishlutinn Fastafjármunir.

Fyrir hverja eign er hægt að skrá gengi annars skýrslugjaldmiðils sem er í gildi þegar eignin er keypt. Síðan þegar afskriftir eru bókaðar með keyrslunni Reikna afskriftir setur keyrslan inn viðeigandi gengi fyrir annan skýrslugjaldmiðil fyrir hverja eign í þeim eignafjárhagsfærslum sem leiða af þessu.

Notandinn skráir gengi annars skýrslugjaldmiðils fyrir eign í glugganum Eignaafskriftabækur fyrir eignina. Til að gera það skal velja reitinn Annar -gjaldm.kóti eigna í glugganum Eignaafskriftabækur fyrir viðeigandi eign. Í glugganum Breyta gengi sem birtist, er gátmerki sett í reitinn Nota gengi annars gjaldm. eigna og síðan fært inn gengi fyrir annan skýrslugjaldmiðil sem nota á fyrir eign.

Einnig er hægt að færa inn eða breyta gengi annars skýrslugjaldmiðils fyrir fastafjármuni áður en eignaviðskipti eru bókuð í eignafjárhagsbók. Til að gera það skal velja reitinn Annar -gjaldm.kóti eigna í eignafjárhagsbókinni, haka í reitinn Nota gengi annars gjaldm. eigna og færa svo inn gengið.

Ábending