Opnið gluggann Innk.kr.reikningauppl..

Glugginn Innk.kr.reikningauppl. birtist þegar smellt er á Kreditreikning og síðan á Upplýsingar úr glugganum Bókaður innkaupakreditreikningur.

Upplýsingaglugginn felur í sér tvo flýtiflipa: Almennt og Lánardrottinn. Þessir flýtiflipar sýna upplýsingar eins og magn, upphæð, VSK og stöðu lánardrottins.

Í flýtiflipanum Almennt er upphæðin í reitnum Brúttóupphæð er sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Sléttunarnákvæmni reikninga í gjaldmiðilstöflunni fyrir viðeigandi gjaldmiðil. Síðan mun kerfið slétta upphæðirnar í reitunum Upphæð, Afsláttarupphæð birgða, samtals og VSK sem Heildarupphæð með VSK samanstendur af. Upphæðin í reitnum Upphæð er sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Upph. sléttunarnákvæmni í töflunni Gjaldmiðill fyrir viðeigandi gjaldmiðil.

Upphæð

Þessi reitur sýnir nettóupphæð, án VSK, á bókaða innkaupakreditreikningnum.

Reikningsafsl.upphæð

Þessi reitur sýnir reikningsafsláttarupphæð fyrir allan innkaupakreditreikninginn. Ef gátmerki er í reitnum Reikna reikn.afsl. í glugganum Innkaupagrunnur hefur afslátturinn verið reiknaður sjálfkrafa. Að öðrum kosti var hann reiknaður þegar smellt var á hnappinn Aðgerðir og síðan á Reikna reikn.afsl.

Samtals

Þessi reitur sýnir heildarupphæð bókaðs innkaupakreditreiknings, að frátalinni reikningsafsláttarupphæð og án VSK.

VSK% eða VSK-upphæð

Þessi reitur sýnir heildarupphæð VSK á bókaða innkaupakreditreikningnum.

Brúttóupphæð

Þessi reitur sýnir þá upphæð, ásamt VSK, á innkaupakreditreikningnum sem hefur verið bókuð á reikning lánardrottins.

Innkaup (SGM)

Þessi reitur sýnir töluna í reitnum Samtals að ofan eins og hún er yfirfærð í SGM.

Magn

Þessi reitur sýnir heildarmagn vara á innkaupakreditreikningi. Ef sléttuð upphæð stafar af því að gátmerki var í reitnum Sléttun reiknings í töflunni Innkaupagrunnur mun reiturinn Magn hafa magn reikningsfærðra vara plús einn.

Pakkningar

Þessi reitur sýnir heildarfjölda pakkninga á bókaða innkaupakreditreikningnum.

Nettóþyngd

Þessi reitur sýnir heildarnettóþyngd vara á bókaða innkaupakreditreikningnum.

Brúttóþyngd

Þessi reitur sýnir heildarbrúttóþyngd vara á bókaða innkaupakreditreikningnum.

Rúmmál

Þessi reitur sýnir heildarrúmmál vara á bókaða innkaupakreditreikningnum.

Reiturinn á flýtiflipanum Lánardrottinn sýnir eftirfarandi upplýsingar:

Staða (SGM)

Þessi reitur sýnir stöðu vegna lánardrottins.

Ábending