Opnið gluggann Innkaupareikn.uppl..

Glugginn Innkaupareikn.uppl. birtist þegar smellt er á reikningur og síðan á Upplýsingar úr glugganum Bókaður innkaupareikningur. Glugginn sýnir upplýsingar um viðeigandi innkaupareikningslínur.

Þessi gluggi felur í sér tvo flýtiflipa: Almennt og Lánardrottinn. Þessir flýtiflipar sýna upplýsingar eins og magn, upphæð, VSK, stöðu lánardrottins, o.s.frv. um reikningsfærðar vörur.

Reitirnir á flýtiflipunum tveimur sýna eftirfarandi upplýsingar: Í flýtiflipanum Almennt er upphæðin í reitnum Brúttóupphæð er sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Sléttunarnákvæmni reikninga í gjaldmiðilstöflunni fyrir viðeigandi gjaldmiðil. Síðan mun kerfið slétta upphæðirnar í reitunum Upphæð, Afsláttarupphæð birgða, samtals og VSK sem Heildarupphæð með VSK samanstendur af. Upphæðin í reitnum Upphæð er sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Upph. sléttunarnákvæmni í töflunni Gjaldmiðill fyrir viðeigandi gjaldmiðil.

Upphæðirnar í reitunum á flýtiflipanum Almennt eru í gjaldmiðli innkaupaskjalsins nema annað sé tekið fram. Reitirnir á flýtiflipanum Almennt sýna eftirfarandi upplýsingar:

Upphæð

Þessi reitur sýnir nettóupphæð allra lína á bókaða innkaupareikningnum. Þessi upphæð er ekki með VSK eða afslætti en felur í sér línuafslátt.

Reikningsafsl.upphæð

Þessi reitur sýnir upphæð innkaupareikningsafsláttar fyrir allan innkaupareikninginn. Ef gátmerki er í reitnum Reikna reikn.afsl. í glugganum Innkaupagrunnur hefur afslátturinn verið reiknaður sjálfkrafa. Að öðrum kosti var hann reiknaður þegar smellt var á hnappinn Aðgerðir og síðan á Reikna reikn.afsl.

Samtals

Þessi reitur sýnir heildarupphæð bókaðs innkaupsreiknings, að frátalinni reikningsafsláttarupphæð og án VSK.

VSK% eða VSK-upphæð

Þessi reitur sýnir heildarupphæð VSK á bókaða innkaupareikningnum.

Brúttóupphæð

Þessi reitur sýnir upphæðina, ásamt VSK, sem hefur verið bókuð sem reikningsfærð á reikning lánardrottins.

Innkaup (SGM)

Þessi reitur sýnir töluna í reitnum Samtals að ofan eins og hún er yfirfærð í SGM.

Magn

Þessi reitur sýnir heildarmagn reikningsfærðra vara, fjárhagsreikningsfærslur og/eða eignir. Ef sléttuð upphæð stafar af því að gátmerki var í reitnum Sléttun reiknings í töflunni Innkaupagrunnur mun reiturinn Magn hafa magn reikningsfærðra vara plús einn.

Pakkningar

Þessi reitur sýnir heildarmagn reikningsfærðra pakkninga.

Nettóþyngd

Þessi reitur sýnir heildarnettóþyngd reikningsfærðra vara.

Brúttóþyngd

Þessi reitur sýnir heildarbrúttóþyngd reikningsfærðra vara.

Rúmmál

Þessi reitur sýnir heildarrúmmál reikningsfærðra vara.

Reiturinn á flýtiflipanum Lánardrottinn sýnir eftirfarandi upplýsingar:

Staða (SGM)

Þessi reitur sýnir stöðu (í SGM) vegna lánardrottins.

Ábending