Opnið gluggann Bakfæra færslur.

Tilgreinir hvernig eigi að bakfæra (ógilda) rangar bókanir í færslubók. Hægt er að bakfæra bókanir í í glugganum Fjárhagsdagbækur og eftirfarandi fjárhagsfærslugluggum: Almennt, viðskiptamaður, lánardrottinn, banki, eignir og viðhald.

Í glugganum er ein lína fyrir hverja fjárhagsfærslu sem tengist færslunni eða dagbókinni sem á að bakfæra. Ekki er hægt að breyta upplýsingunum í reitunum í þessari línu nema í reitnum Lýsing, ef með þarf.

Við bakfærsluna stofnar kerfið og bakfærir eina leiðréttingarfærslu (færslu sem er eins og upphaflega færslan en með öfugu formerki í upphæðarreitnum) fyrir hverja línu í þessum glugga. Hætt er við ógildingu með því að loka glugganum.

Til athugunar
Hægt er að bakfæra færslur sem eru myndaðar í færslubókarlínu eða færslur eru runnar frá fyrri bakfærslu.

Eftirfarandi færslur er ekki hægt að bakfæra:

  • Bankareikningsfærslur sem eru lokaðar eða tengdar tékkafærslu.
  • VSK-færslur sem eru lokaðar.
  • Bókarfærslur fyrir ójöfnuð viðskipti.
  • Eignafærslur þar sem eignirnar eru seldar.
  • Eignafærslur ef bakfærslan skilar neikvæðu bókfærðu virði.
  • Færslur sem hafa verið dagsetningarþjappaðar.

Ábending

Sjá einnig