Hægt er að opna fylkið Fjárhagsstaða eftir vídd í glugganum Bókhaldslykill.

Fyllt er út í reitina í glugganum Tengsl vídda :

Reitur Lýsing

Afmörkun altækra vídda

Hér má færa inn víddargildið sem kerfið notar við afmörkun upplýsinganna í glugganum. Frekari upplýsingar um víddir eru í Vídd

Afmörkun fyrirtækiseiningar

Hér má færa inn fyrirtækiseininguna sem kerfið notar við afmörkun upplýsinganna í glugganum.

Sýna sem línur

Hér er hægt að velja hvaða vídd og víddargildi á að birta sem línur í glugganum Fjárhagsstaða eftir vídd.

Sýna sem dálka

Hér er hægt að velja hvaða vídd og víddargildi á að birta sem dálka í glugganum Fjárhagsstaða eftir vídd.

Lokunarfærslur

Hér er hægt að tilgreina hvort sú staða sem er sýnd telji með lokunarfærslur.

Sléttunarstuðull

Hér má velja sléttunarstuðul sem kerfið notar til að slétta upphæðir í dálkunum. Ef 1000 er t.d. tilgreint eru allar upphæðir sýndar í þúsundum.

Með því að nota reitina Sýna sem línu og Sýna sem dálk er hægt að skilgreina hvernig listi yfir stöðu er settur fram í fylkisglugganum. Hægt er að velja um:

Hægt er að velja mismunandi tímabil í Skoða eftir reit.

Í Skoða sem reit er hægt að velja einn af eftirfarandi kostum til að ákvarða hvers konar upphæð er sýnd í dálkunum: Hreyfing eða Staða til dags.

Hreyfing er notað til að birta hreyfingar á hverja vídd.

Aðgerðin Staða til dags. sýnir stöðu reikninga í víddum eins og hún er á síðasta degi á hverju tímabili.

Þegar smellt er á Sýna fylki opnast fylkisgluggi.

Sjá einnig