Allar færslur sem tengjast forða eru skráðar í forðadagbækur og tölusettar í réttri röð, byrjað á 1. Dagbók er sjálfkrafa stofnuð við hverja bókun.
Í forðadagbókinni er hægt að fá yfirlit um færslurnar.
Forðabókarfærslur skoðaðar:
Í reitnum Leita skal færa inn Forðadagbækur og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Dagbók, skal velja Forðahöfuðbók. Glugginn Forðafærslur opnast.
Færslan sem samsvarar skýrslunni sem valin var í dagbókinni er valin.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |