Helsti eiginleiki verka er sá að hann er samþættur eiginleikanum um innkaupapantanir. Þessi samþætting býður upp á að rekja og fylgjast með stöðu verktengdra innkaupa í mörgum tilfellum. Til dæmis er hægt að rekja hvenær vara hefur verið afhent, en hefur enn ekki verið reikningsfærð í reitnum Afh. upph. óreikn.færð, og hægt er að athuga hvort hún hafi ekki verið afhent í reitnum Í pöntun.

Til athugunar
Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við.

Til að skoða opna innkaupapöntun

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Verk og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið verk af listanum. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Verkhlutalínur verks.

  3. Fletta að dálkinum Í pöntun. Upplýsingarnar í þessum reit sýna í staðbundnum gjaldmiðli óafgreidda heildarupphæð birgðavara og þjónustu sem tengist innkaupapöntuninni.

  4. Fletta að dálkinum Afh. upph. óreikn.færð. Upplýsingarnar í þessum reit sýna virði vöru sem hefur verið afhent en ekki reikningsfærð.

  5. Smellt er á reitinn til að opna gluggann Innkaupalínur. Í glugganum, er hægt að skoða upplýsingar úr innkaupapöntununni. Þar á meðal eru hvaða vörur eða forði hafa verið móttekin.

    Með því að skoða upplýsingarnar í reitnum Verklínutegund er hægt að sjá hvaða áhrif lína getur haft á áætlanir og reikningsfærslu.

Ábending

Sjá einnig