Í Microsoft Dynamics NAV er hægt að setja upp ábyrgðarstöðvar til að aðstoða við stjórnun fyrirtækisins.
Ábyrgðarstöð getur verið kostnaðarstöð, framlegðarstöð eða fjárfestingarstöð. Dæmi um ábyrgðarmiðstöðvar eru söluskrifstofur, innkaupadeild fyrir nokkrar birgðageymslur og verksmiðjuskipulagsdeild.
Ábyrgðarstöð getur séð um sölu og innkaup fyrir eitt eða fleiri vöruhús eða dreifingarmiðstöðvar þar sem vörur eru meðhöndlaðar og geymdar þar til þær eru seldar.
Uppsetning ábyrgðarstöðva
Í reitinn Leita skal færa inn Ábyrgðarstöðvar og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim veljið Nýtt til að stofna nýja ábyrgðarstöð. Reitirnir eru fylltir út. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.
Til athugunar |
---|
Ef ábyrgðarstöðvar eru notaðar til að sjá um fyrirtækið getur verið gott að hafa sjálfgefna ábyrgðarstöð fyrir fyrirtækið. Henni er úthlutað í glugganum Stofngögn á flýtiflipanum Afhending í reitnum Ábyrgðarstöð. Ábyrgðarstöðin sem fyrirtækinu er úthlutað verður notuð í öllum innkaupa- eða söluskjölum ef notanda, viðskiptamanni eða lánardrottni hefur ekki verið úthlutað ábyrgðarstöð. |
Til athugunar |
---|
Þegar ábyrgðarstöðvarkóti er settur á fylgiskjal hefur það áhrif á aðsetur, víddir og verð á fylgiskjalinu. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |