Þegar heimsókn til viðskiptamanns er skipulögð er hægt að sækja kort hjá netkortaþjónustu með leiðbeiningum á tungumáli sem notandinn velur. Til að tryggja að netkortaþjónustan finni rétt kort og leiðbeiningar þarf að setja hana upp í Microsoft Dynamics NAV.
Tveir mismunandi gluggar eru notaðir til að setja upp netkort: Uppsetning Online Map og Færibreytuuppsetning Online Map.
Til að setja upp Online Map
Glugginn Uppsetning Online Map er opnaður (á yfirlitssvæðinu er smellt á Stjórnun, Uppsetning forrits, Almennt, Uppsetning Online Map).
Í reitnum Kóti færubreytuuppsetningar korts er valinn kóti.
Í reitnum Sýna vegalengd í er valið hvort reikna á leiðina í Mílur eða Kílómetrar.
Í reitnum Leið (stysta/ fljótasta) er valið hvort reikna eigi leiðina sem tekur minnstan tíma eða leiðina sem er stysta vegalengdin.
Velja Í lagi.
Uppsetning á færibreytum Online Map
Í glugganum Uppsetning á færibreytum Online Map eru settar upp færibreytur fyrir útreikning leiðarinnar. Velja Nýtt.
Í reitnum Kóti færið inn lýsandi heiti.
Í reitnum Heiti er fært inn lýsandi heiti á korti sem verið er að setja upp.
Í reitnum Kortaslóð er slegin inn slóð fyrir kortið eða leiðina.
Í reitnum Slóð leiðbeininga færið inn vefslóðina fyrir leiðbeiningar fyrir kortið eða leiðina.
Í reitnum Listi vallkostar kílómetrar/mílna færið inn valkostina sem ættu að vera til staðar fyrir kortið aðskilið með kommum. Til dæmis, Mílur, kílómetrar.
Í reitnum Hraðasti/stysti valmöguleikalisti færið inn valkostina sem ættu að vera til staðar fyrir kortið aðskilið með kommum.
Í reitnum Athugasemd færið inn athugasemd tengda tilteknu korti.
Velja Í lagi.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |