Þegar tengiliðir hafa verið valdir í hluta gæti þurft að fjarlægja einhverja af þeim. Hægt er að gera þetta með því að fjarlæga þær handvirkt úr línunum í glugganum Hluti, en einfaldast og fljótlegast er að nota aðgerðina Fækka tengiliðum til að tilgreina hvaða tengiliði á að fjarlægja og nota aðgerðina Fínstilla tengiliði til að tilgreina hvaða tengiliðum á að halda.
Fækkað í hlutum
Í reitnum Leita skal færa inn Hlutar og velja síðan viðkomandi tengi.
Veljið hlutann sem á að minnka.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Tengiliðirog veljið síðan Fækka tengiliðum. Glugginn Fjarlægja tengiliði - Fækka opnast.
Á flýtiflipanum Tengiliður eru færðar inn afmarkanir til að tilgreina þær upplýsingar sem nota á til að velja tengiliðina sem fjarlægja á úr hlutanum.
Á hverjum flýtiflipa sem eftir eru, setjið inn eina eða fleiri afmarkanir, og veljið svo hnappinn Í lagi.
Hægt er að fækka í hlutum eins oft og óskað er eftir. Ef hlutinn var afmarkaður fyrir mistök og fara á eitt skref til baka skal velja Hluti í flokknum Aðgerðir á flipanum Aðgerðir og velja síðan Til baka.
Þegar allir þeir tengiliðir sem taka á með í hluta hafa verið valdir gæti verið ráðlegt að vista hlutunarviðmiðanirnar. Síðan er hægt að nota þessar viðmiðanir til að stofna nýja hluta.
Til að skoða lista yfir þær hlutunarviðmiðanir sem notaðar hafa verið á flýtiflipanum Almennt á hlutaspjaldinu skal velja reitinn Fjöldi viðmiðunaraðgerða.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |