Hægt er að setja tengil í skjal eða vefsíðu á tiltekna skrá, s.s. viðskiptavin eða fylgiskjal í Microsoft Dynamics NAV. Einnig gæti verið þörf á tengli sem opnar nýjan auðan tölvupóst á tiltekinn viðtakanda þegar hann er valinn. Sum spjöld, s.s. viðskiptamanna- eða lánardrottnaspjöld, innihalda reitinn Heimasíða þar sem hægt er að færa inn vefslóð. Til að hafa aðra tengla með er hægt að nota virknina Tenglar. Til dæmis, ef prentaðir reikningar frá lánardrottnum eru mótteknir, má skanna þá og geyma sem pdf-skrár á SharePoint-svæði. Síðan hægt er að tengja úr innkaupareikningi í Microsoft Dynamics NAV við viðkomandi reikning í Microsoft SharePoint Server. Einnig er hægt að tengja af vöruspjaldi yfir á samsvarandi síðu í netvörulista lánardrottins.

Eftirfarandi aðgerðir lýsa því hvernig á búa til tengla í færslur, hvernig á að skoða tengla og hvernig á að eyða þeim.

Til að tengja við fylgiskjal eða vefsvæði utan Microsoft Dynamics NAV

  1. Færslan sem á að tengja við er opnuð, t.d. viðskiptamannaspjald eða sölupöntun. Ef tengja á við sérstaka línu, t.d. færslubókarlínu, er hún valin.

  2. Ef tenglaupplýsingakassinn birtist ekki á síðunni þarf að sérstilla síðuna til að birta Tengla. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að sérstilla upplýsingakassa.

  3. Í Tenglum er valið AðgerðirAction Menu icon valið og því næst Nýtt.

  4. Í reitnum Tengja slóð er færð inn slóð skrár eða vefsvæðis, t.d. C:\My Documents\invoice1.doc, eða www.microsoft.com.

  5. Reiturinn Lýsing er fylltur út með upplýsingum um tengilinn.

  6. Velja hnappinn Vista.

Til að opna forrit utan Microsoft Dynamics NAV

  1. Færslan sem á að tengja við er opnuð, t.d. viðskiptamannaspjald eða sölupöntun. Ef tengja á við sérstaka línu, t.d. færslubókarlínu, er hún valin.

  2. Ef tenglaupplýsingakassinn birtist ekki á síðunni þarf að sérstilla síðuna til að birta Tengla. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að sérstilla upplýsingakassa.

  3. Í Tenglum er valið AðgerðirAction Menu icon valið og því næst Nýtt.

  4. Í reitnum Tengja slóð er færður inn tiltekinn strengur til að opna mismunandi forrit, t.d.:

    • Til að opna OneNote með ákveðinni síðu skal færa inn onenote:///C:\My Documents\test.one.
    • Til að opna Outlook með nýjum tómum tölvupósti til tiltekins viðtakanda skal færa inn mailto:testalias .
  5. Reiturinn Lýsing er fylltur út með upplýsingum um tengilinn.

  6. Velja hnappinn Vista.

Til að skoða tengil

  1. Viðeigandi færsla er opnuð, t.d. sölupöntun. Ef tengillinn er tengdur tiltekinni línu er sú lína valin.

  2. Í Tenglar er tengilinn í reitnum Tengja slóð valinn. Viðeigandi forrit, t.d. Microsoft Word eða Microsoft Internet Explorer, opnast og sýnir það sem á að tengja við.

Til að eyða tengli úr færslu:

  1. Opna skal færsluna með tengilinn sem á að eyða. Ef tengillinn er tengdur tiltekinni línu er sú lína valin.

  2. Í Tenglar er tengillinn sem á að eyða valinn.

  3. Velja AðgerðirAction Menu icon og því næst Eyða.

  4. Velja hnappinn til að staðfesta eyðinguna.

Til athugunar
Notendur geta eytt tengli ef kerfisstjóri hefur úthlutað þeim nauðsynlegum notandaheimildum.

Ef notandi eyðir einni færslu, t.d. sölupöntunarlínu, sölupöntun eða viðskiptamannaspjaldi, er öllum tenglum þeirrar færslu líka eytt. Ef færslum er hins vegar eytt með runuvinnslu, t.d. runuvinnslunni Eyða reikningsf. sölupöntunum, eru tenglarnir geymdir áfram í töflunni Færslutengill. Til að eyða tenglunum úr gagnagrunninum þarf að keyra kótaeininguna Eyða færslutenglum án tilvísana.

Til að keyra Eyða færslutenglum án tilvísana

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Gagnaeyðing og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á síðunni Eyðing gagna veljið Verkhlutar og svo Eyða færslutenglum án tilvísana.

Ábending

Sjá einnig