Hægt er að flytja greiningaryfirlit út í Microsoft Excel. Þar er hægt að greina og vinna við gögn Microsoft Dynamics NAV með öllum aðgerðum í Excel.

Greiningaryfirlit flutt út í Excel:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Greining eftir vídd og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Viðeigandi greiningaryfirlit er valið. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Breyta greiningaryfirliti til að opna gluggann Greining eftir víddum.

  3. Á flýtiflipanum Valkostir í reitnum Sýna er valið annaðhvort Raunupphæðir eða Áætl. upphæðir. Ef valið er Áætl. upphæðir verður reiturinn Upphæðarreitur að innihalda Upphæð.

  4. Hinir reitirnir á flýtiflipunum eru fylltir út.

  5. Á flipanum Heim veljið Sýna fylki til að sjá Greining eftir víddarfylkjum.

  6. Á flipanum Heima veljið Flytja út í Excel.

Viðvörun
Hámarksfjöldi lína í Excel er um það bil 65000. Ef greiningaryfirlitið býr til of margar línur birtast villuboð í Excel.

Til athugunar
Í Excel sýna dálkfyrirsagnirnar alltaf kótann. Ef reiturinn Sýna dálkheiti glugganum Greining eftir víddum er valinn sýna dálkfyrirsagnirnar bæði kóta og heiti í Excel.

Ábending