Upprunakóti gefur til kynna hvar færsla var stofnuð. Færslur eru stofnaðar þegar færslubækur og reikningar eru bókuð og við tilteknar keyrslur. Sérstakur upprunakóti er fyrir hverja bókunartegund og keyrslu, og er honum úthlutað þegar einstakar færslur eru stofnaðar.
Upprunakótar skilgreindir:
Í reitnum Leit skal færa inn Uppsetning upprunakóta og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Uppsetn. upprunakóta er reitur fyrir hverja bókunartegund og keyrslu og kóti í hverjum reit. Hægt er að breyta efni reitanna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |