Þegar samið hefur verið um verð fyrir ákveðnar vörur við lánardrottin er samkomulagið um vörurnar skráð í línurnar í glugganum Innkaupaverð.
Innkaupaverð stofnað:
Í reitnum Leita skal færa inn Lánardrottnar og velja síðan viðkomandi tengi.
Viðeigandi lánardrottnaspjald er opnað. Á flipanum Færsluleit, í reitnum Innkaup skal velja Verð.
Glugginn Innkaupaverð opnast og reiturinn Nr. lánardrottins er fylltur út með völdum lánardrottni.Í reitina í línunum skal fylla út vörunr., mælieiningu og umsamið innkaupaverð. Einnig er hægt að tilgreina Afbrigðiskóta ef mörg afbrigði eru af vörunni.
Ef kaupa þarf inn lágmarksmagn til að fá umsamið verð er reiturinn Lágmarksmagn fylltur út.
Ef með þarf er færð inn upphafsdagsetning og lokadagsetning verðsamkomulagsins.
Tilgreindur er Gjaldmiðilskóti , ef það á við.
Skrefin eru endurtekin fyrir hverja vöru sem innkaupaverð er stofnað fyrir.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |