Ef breyta á kostnaði eða verði á mörgum tegundum forða er hægt að nota keyrsluna Leiðr. forðakostnað/verð.
Forðaverð leiðrétt:
Í reitnum Leita skal færa inn Leiðr. forðakostnað/verð og velja síðan viðkomandi tengi.
Fyllt er í afmarkanirnar á flýtiflipanum Forði til að finna forðann sem verður að leiðrétta verð eða kostnað á.
Smellt er á flýtiflipann Valkostir. Í reitnum Leiðr. reit er valin sú tegund af kostnaði eða verði sem á að leiðrétta. Valkostirnir eru: Innk.verð, Óbein kostnaðar%, Kostn.verð, Framlegðar%, eða Ein.verð.
Í reitnum Leiðréttingarstuðull er færður inn sá stuðull á að nota til að leiðrétta kostnað eða verð.
Í reitnum Sléttunaraðferð skal velja aðferðina sem á að nota til að slétta nýjan kostnað eða verð.
Veldu hnappinn Í lagi til að ræsa keyrsluna.
![]() |
---|
Þessi keyrsla stofnar hvorki né leiðréttir annan kostnað eða verð forða. Hún breytir aðeins innihaldi reitsins á forðaspjaldinu fyrir reitinn Leiðr. reit sem var valinn í keyrslunni. Leiðréttingarnar taka strax gildi í forðanum svo að rétt er að ganga úr skugga um að leiðréttingarstuðullinn sé réttur áður en keyrslan er notuð. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |