Stundum þarf að uppfæra sérsniðið skýrsluútlit sem er notað í skýrslu. Þetta er nauðsynlegt þegar breyting hefur verið gerð á hönnun gagnasafns skýrslu, til dæmis ef reitur sem er notaður í útlitinu hefur verið fjarlægður úr gagnasafni skýrslunnar. Ef skýrsluútlit krefst uppfærslu birtast villuboð þegar reynt er að forskoða, prenta eða vista skýrsluna.

Hægt er að uppfæra útlit skýrslu sjálfvirkt úr villuboðum sem birtast þegar skýrslan er keyrð eða, áður en skýrslur eru keyrðar, er hægt að uppfæra tiltekin skýrsluútlit eða öll sérsniðin skýrsluútlit sem breytingar á gagnamengi gæti haft áhrif á.

Einnig býðst sá valkostur að prófa uppfærslur án þess að nota umbeðnar breytingar á sérsniðin skýrsluútliti. Þannig er hægt að sjá hvaða breytringar verða notaðar í skýrsluútliti og greina hugsanleg vandamál í ferlinu. Úr niðurstaða prófunar er hægt að opna sérsniðin skýrsluútlit beint til að breyta og lagfæra villur. Við mælum með því að prófa uppfærslu á skýrsluútliti áður en uppfærslum er beitt.

Ekki geta allar breytingar á skýrsluútliti verið uppfærðar sjálfkrafa í skýrsluútliti. Þegar valið er að uppfæra eða prófa sérsniðin skýrsluútlit uppfærslur mun Microsoft Dynamics NAV skannar sérsniðin skýrsluútlit sem eru vistuð í gagnagrunninum og bera þau saman við samsvarandi hönnun gagnasafns. Sumar breytingar krefjast þess að skýrsluútliti sé breytt handvirkt. Frekari upplýsingar eru í Takmarkanir á uppfærslum skýrsluútlits.

Til að uppfæra sérsniðið skýrsluútlit úr villuboðunum þegar skýrsla er keyrð

  • Til að uppfæra skýrsluútlit úr villuboðunum sem þú færð þegar þú keyrir skýrslu, velurðu hnappinn í villuboðunum.

Kerfið reynir að uppfæra útlitið. Ef uppfærslan mistekst birtast villuboð um ástand sem þarf að lagfæra. Frekari upplýsingar eru í Villur leiðréttar.

Til að uppfæra sérsniðið skýrsluútlit

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Sérsniðin skýrsluútlit og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Sérsniðin skýrsluútlit skal velja útlit sem á að uppfæra og síðan á flipanum Heim velja Uppfæra útlit.

Kerfið reynir að uppfæra sérsniðin skýrsluútlit í samræmi við breytingar á gagnasafni.. Ef engar villur koma upp er uppfærslan notuð í skýrsluútliti. Ef villur koma upp birtast skilaboð sem innihalda villurnar. Þá þarf handvirkt að breyta sérsniðin skýrsluútlit til að laga villurnar. Frekari upplýsingar eru í Villur leiðréttar.

Til að uppfæra allt sérsniðið skýrsluútlit fyrir fyrirtækið

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Val á útliti skýrslu og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Val á útliti skýrslu á flipanum Aðgerðir skal vejla Uppfæra allt útlit.

Kerfið reynir að uppfæra sérsniðin skýrsluútlit í samræmi við breytingar á gagnasafni. Ef engar villur koma upp er uppfærslan notuð í skýrsluútliti. Ef villur koma upp birtast skilaboð sem innihalda villurnar. Þá þarf handvirkt að breyta sérsniðin skýrsluútlit til að laga villurnar. Frekari upplýsingar eru í Villur leiðréttar.

Til að prófa uppfærslur á sérsniðið skýrsluútlit

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Val á útliti skýrslu og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Val á útliti skýrslu á flipanum Aðgerðir skal vejla Prófa uppfærslu útlits.

Microsoft Dynamics NAV villuleita breytingarnar á skýrsluútlitinu en staðfestir ekki uppfærslurnar. Glugginn Uppfærslukladdi skýrsluútlits birtist og sýnir stöðu á mögulegum uppfærslum fyrir hvert skýrsluútlit Ef villur koma upp fyrir skýrsluútlit er hægt að opna skýrsluútlit beint til að breyta og lagfæra villur. Frekari upplýsingar eru í Villur leiðréttar.

Takmarkanir á uppfærslum skýrsluútlits

Nokkrar gerðir af breytingum getur sjálfvirk uppfærsla notað í sérsniðnu skýrsluútliti, til dæmis ef reitur sem er notaður í útlitinu hefur verið fjarlægður úr gagnasafni skýrslunnar. Sjálfvirk uppfærsla getur hins vegar ekki ráðið við eftirfarandi breytingar á skýrsluútliti.

  1. Reitir, merkimiðar eða gagnavörur sem hefur verið eytt.
  2. Tvítekning á heitum reita í skýrsluútliti eftir að reitur hefur verið endurnefndur í gagnasafni. Fara skal með þetta sem hönnunargalla.
  3. Uppfæra sviðsmyndir þar sem koma fram margar ítrekana á skýrsluútliti sem valda mörgum endurnefningaraðgerðum á sama reit, merkimiði eða gagnahlut.

Ef uppfærsluferlið greinir þessi vandamál er ekki hægt að nota uppfærsluna. Laga verður þessi vandamál handvirkt, t.d. með því að breyta skýrsluútliti í Word eða með forritun og notkun á uppfærslukóðaeiningum.

Villur leiðréttar

Ef þú færð ennþá villuboð við uppfærslu eða prófun á uppfærslu skýrsluútlits þá muntu líklega þurfa að breyta skýrsluútliti til að laga vandamálið. Lesa skal villuboðin til ráða orsök vandamálsins.

Algengasta vandamálið er þegar reitur sem er notaður í útlitinu hefur verið fjarlægður úr gagnamengi skýrslunnar. Í þessu tilviki er lína í villuboðunum sem segir til um að vara hafi verið fjarlægð. Til að laga þetta þarf að breyta útlitinu og fjarlægja viðkomandi reit.

Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að breyta sérsniðnu skýrsluútliti og í Merkimiða- og gagnareitir fjarlægðir úr Word-útliti.

Eftir að útlitinu er breytt skaltu reyna að uppfæra það afur.

Sjá einnig