Stöðulínan neðst á skjánum birtir eftirfarandi upplýsingar:
-
Heiti virka fyrirtækisins
-
Vinnudagsetningin
-
Gildandi notandakenni
Hægt er að breyta virka fyrirtækinu með því að tvísmella á heiti þess á stöðulínunni. Við það opnast glugginn Velja fyrirtæki, þar sem hægt er að velja annað fyrirtæki.
Á sama hátt er hægt að breyta vinnudagsetningunni með því að smella á hana á stöðulínunni. Glugginn Velja vinnudagsetningu opnast og þar er hægt að breyta dagsetningunni.