Í glugganum Verð á þjónustulínum er hægt að sjá upplýsingar um þjónustulínur sem verðleiðréttingarflokkarnir hafa áhrif á.
Í þessum glugga er hægt að forskoða verðleiðréttingarnar og breyta þeim ef þarf, áður en verðbreytingar taka gildi.
Til dæmis er hægt að setja upp verðleiðréttingarflokka sem leiðrétta þjónustulínur með einhverjum varahlutum, annan sem leiðréttir línur fyrir tiltekinn forða, og annan sem leiðréttir línur fyrir alla varahluti með sérstakri samsetningu almenns viðskiptabókunarflokks og almenns vörubókunarflokks.