Í Microsoft Dynamics NAV er hægt að nota mörg tungumál. Það merkir að hægt er að skipta um tungumál í þýddri og staðfærðri útgáfu af Microsoft Dynamics NAV. Notandi getur skipt um tungumálið sem texti er birtur á og það í snatri. Ekki þarf að stöðva og endurræsa Microsoft Dynamics NAV.

Ekki ætti að rugla fjöltynginu saman við þýddar og staðfærðar útgáfur. Þýdd og staðfærð útgáfa Microsoft Dynamics NAV er útgáfa af Microsoft Dynamics NAV sem hefur verið löguð að innlendum markaði. Þetta merkir að allir textar sem notandinn sér hafa verið þýddir á tungumál landsins, en einnig að aðgerðir hafa verið lagaðar að þörfum þarlends markaðar.

Fjöltyngd útgáfa Microsoft Dynamics NAV er þýdd og staðfærð útgáfa af Microsoft Dynamics NAV sem hægt er að keyra á mörgum tungumálum en öll staðfærsla og aðlögun helst óbreytt. T.d. er hægt að keyra svissneska útgáfu Microsoft Dynamics NAV á þýsku, frönsku og ítölsku en eftir sem áður er þetta svissnesk útgáfa Microsoft Dynamics NAV. Þetta er ekki það sama og til dæmis frönsk útgáfa Microsoft Dynamics NAV.

Einnig þarf að átta sig á muninum á því að skipta um tungumál á Microsoft Dynamics NAV og að breyta tungumálinu á gögnum sem Microsoft Dynamics NAV geymir. Hið fyrra er gert með því að nota fjöltyngisaðgerðina. Þeir eiginleikar gera notandanum kleift að breyta textanum sem birtist í gluggum, á hnöppum, valmyndum o.s.frv.

Breytingar á textum sem geymdir eru sem forritsgögn falla ekki undir fjöltyngismöguleikann. Þá snýst málið um forritshönnun og venjur. Dæmi um slíkt eru heiti á vörum í birgðaskrá eða athugasemdir sem sendar eru viðskiptavinum. Með öðrum orðum, slíkur texti er ekki þýddur.

Til athugunar
Microsoft Dynamics NAV styður aðeins eitt kerfi stafatákna fyrir gögn. Því getur verið að sumir stafirnir birtist ekki og vandamál komi upp þegar sótt eru gögn sem færð voru inn með öðru táknkerfi. Til dæmis getur verið að uppsetningin styðji aðeins ensk og rússnesk stafatákn og ef skrifað er á öðru tungumáli er ekki tryggt að það geymist á réttan hátt. Hafa skal samband við kerfisstjóra til að fá upplýsingar um hvaða tungumál eru studd af uppsetningunni.

Sjá einnig