Tengiliður er stofnaður með því að setja upp tengiliðaspjald fyrir einstaklinginn. Hægt er að stofna einstaklingstengiliði úr fyrirtækjatengiliðum sem þegar eru til, eða stofna sjálfstæða einstaklingstengiliði.

Til dæmis hittir notandinn kaupandann eftir fund með væntanlegu viðskiptafyrirtæki. Þá er hægt að stofna tengliðaspjald fyrir kaupandann svo hægt sé að sérsníða samskiptin betur.

Einnig gæti þurft að þýða útgefið efni um vörur fyrirtækisins og eftir rannsóknarvinnu ákveðið að ráða lausráðinn þýðanda í verkið. Þennan tengilið ætti að skrá sem sjálfstæðan einstaklingstengilið.

Skráning allra mögulegra upplýsinga um einstaklingstengilið tryggir að allir hópar innan fyrirtækisins geti nálgast viðeigandi upplýsingar.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Veita upplýsingar um einstaklingstengilið.

Hvernig á að stofna Einstaklingstengilið

Tilgreina upplýsingar um heiti tengiliðar.

Hvernig á að færa inn Upplýsingar um heiti

Tengja starfsábyrgð við tengiliðaupplýsingar, til dæmis markaðssetningu eða þjónustu.

Hvernig á að úthluta starfsábyrgð

Tilgreina hvaða stöðu tengiliður hefur innan fyrirtækis, til dæmis stjórnandi eða launþegi.

Hvernig á að úthluta stjórnunarstigum