Ef rétt uppsetning er fyrir hendi er hægt að láta kerfið velja símanúmer tengiliða þegar hringt er í þá. Til þess þarf TAPI-samhæfur símbúnaður að vera tiltækur.

Til að hægt sé að skrá símtöl við tengiliði sem samskipti í töflunni Samskiptaskráningarfærslur þarf að setja upp samskiptasniðmát fyrir hringd símtöl í glugganum Tengslastjórnunargrunnur.

Hægt er að hringja í tengilið með tvennum hætti:

Leiðsagnarforritið Hringja símtal birtist þegar þú notar aðgerðina Hringja símtal.

Í fyrsta glugga leiðsagnarforritsins er skylt að fylla í reitina Sími, Lýsing og Kóti sölumanns. Hægt er að smella á reitinn Sími til að skoða lista yfir símanúmer tengiliða. Á þessum lista eru einnig símanúmer sem færð hafa verið á spjöld annarra aðsetra tengiliða og ef tengiliðurinn er einstaklingur birtist einnig símanúmer þess tengiliðafyrirtækis sem einstaklingurinn vinnur hjá.

Hafi gátmerki verið sett við reitinn Hringja þegar smellt er á Áfram velur kerfið símnúmer tengiliðarins sjálfkrafa þegar smellt er á Áfram.

Í öðrum glugganum í leiðsagnarforritinu er hægt að færa inn nánari upplýsingar um samskiptin, til dæmis er hægt að tilgreina að tilraunin til að ná í tengiliðinn hafi mistekist.

Í þriðja glugga leiðsagnarforrittsins er hægt að tilgreina söluherferðina sem tengd er þessum samskiptum. Í sama glugga er einnig hægt að tilgreina hvort samskiptin séu valin sem þáttur af söluherferð og hvort þau séu svar við söluherferð.

Sjá einnig