Þegar allar vörur hafa verið færðar í innkaupalínurnar er hægt að reikna reikningsafslátt af öllu innkaupaskjalinu með því að smella á Aðgerðir, vísa á Aðgerðir og smella svo á Reikna reikningsafsl.

Ef reiturinn Reikna reikn.afsl. er valinn í glugganum Innkaupagrunnur þá er upphæðin reikningsafsláttur og reiknast afslátturinn sjálfkrafa. Nánari upplýsingar um hvenær sjálfvirki útreikningurinn á sér stað eru í Reikna reikn.afsl.

Afslættinum er jafnað niður á allar línur í innkaupaskjalinu fyrir vörur þar sem er í reitnum Reikna reikningsafsl. á innkaupapöntunarlínunni. Þetta er sjálfgefin stilling fyrir vörur.

Reikningsafsláttarskilmálar eru skilgreindir í töflunni Reikn.afsl. lánardr. til að reikna út reikningsafsláttinn. Kerfið notar gengiskóta í innkaupareikningi til að leita uppi skilmála um reikningsafslátt í þeim gjaldmiðli sem við á.

Ef reikningsafsláttur hefur ekki verið skilgreindur í erlendum gjaldeyri þá eru notaðir skilmálar reikningsafsláttar í SGM, sem skilgreindir eru í töflunni Reikn.afsl. lánardr. og gengið á bókunardegi innkaupaskjalsins er notað til að reikna reikningsafsláttinn í erlendum gjaldeyri.

Til að skoða núverandi reikningsafslætti lánardrottna á lánardrottnaspjaldi skal velja Færsluleit og síðan Reikningsafsl.

Sjá einnig