Í birgðageymslum sem nota beinan frágang og tínslu er hægt að skipta einingum sjálfkrafa í Microsoft Dynamics NAV, það er, skipta stærri mælieiningum í smærri þegar stofnaðar eru vöruhúsaleiðbeiningar sem uppfylla þarfir upprunaskjala, framleiðslupantana eða tínslu og frágangs innanhúss. Að skipta einingum getur einnig þýtt að safna saman smærri mælieiningum, ef með þarf, til að mæta útleiðarbeiðnum er stærri mælieiningum upprunaskjalsin eða framleiðslupöntunarinnar skipt í smærri mælieiningar sem tiltækar eru í vöruhúsinu. Microsoft Dynamics NAV skiptir einingum sem hér segir:
Einingum er skipt í tínslum
Ef geyma á vörur í nokkrum mismunandi mælieiningum og leyfa að sameina þær sjálfkrafa í tínsluferlinu, skal velja reitinn Leyfa einingaskipti á birgðageymsluspjaldinu.
Til að ljúka verki er sjálfkrafa leitað að vöru með sömu mælieiningu. En ef ekki er hægt að finna vöruna með þeim forsendum og reitur er valinn, verður lagt til í kerfinu að skipta stærri mælieiningu í mælieininguna sem þörf er á.
Ef aðeins finnast smærri mælieiningar í kerfinu er lagt til að vöru sé safnað saman til að fylla upp í magnið í afhendingunni eða framleiðslupöntuninni. Í raun er stærri mælieiningunum á upprunaskjalinu í smærri einingar fyrir tínslu.
Einingum skipt í frágangi
Í vöruhúsafrágangi eru sjálfkrafa lagðar til Setja-aðgerðarlínur í mælieiningu frágangs, til dæmis stykkjum, jafnvel þótt vörurnar berist með annarri mælieiningu.
Einingum skipt í hreyfingum
Kerfið skiptir einingum einnig sjálfkrafa í áfyllingarhreyfingum ef sjálfgefna gátmerkið í reitnum Leyfa einingaskipti á flýtiflipanum Valkostur í beiðniglugganum Reikna áfyllingu hólfs er ekki fjarlægt.
Hægt er að skoða niðurstöðu umreikninga úr einni mælieiningu í aðra í einingaskiptalínum í frágangs-, tínslu- eða hreyfingaleiðbeiningum.
![]() |
---|
Ef reiturinn Einingaskiptaafmörkun er valinn í haus vöruhúsaleiðbeininga mun kerfið fela einingaskiptalínur þegar stærri mælieiningin mun verða notuð að fullu. Ef 12 stykki eru á bretti og nota á öll 12 stykkin er notandanum bent á að taka 1 bretti og setja 12 stykki. Þurfi hins vegar aðeins að tína 9 stykki eru einingaskiptalínurnar ekki faldar, jafnvel þó reiturinn Einingaskiptaafmörkun sé valinn því að einhvers staðar þarf að setja hin þrjú stykkin í vöruhúsinu. |
![]() |
---|
Ef mælieiningarnar eiga að skila hámarksafköstum í vöruhúsinu, einnig í tengslum við einingaskiptaaðgerðir, skal reyna eins og kostur er að:
|