Í fjárhagsgreiningu er vídd tiltekin gögn sem má bæta við færslu sem einskonar merki. Þessi gögn eru notuð til að flokka saman færslur með svipuð einkenni, eins og viðskiptamenn, svæði, vörur og sölumenn og sækja þessa hópa á auðveldan hátt til greiningar. Víddir má nota fyrir færslur í færslubókum, skjölum og fjárhagsáætlunum. Heitið vídd lýsir því hvernig greiningin fer fram. Tvívíð greining gæti til dæmis verið sala eftir svæðum. Hins vegar er hægt að framkvæma flóknari greiningar með því að nota fleiri en tvær víddir þegar færsla er stofnuð, til dæmis sölu á hverja söluherferð, hvern viðskiptamann á hverju svæði.
Gagnagreining með víddum gefur meiri innsýn í viðskiptin fyrir mat á upplýsingum, t.d. hversu vel fyrirtækið starfar, hvar því gengur vel eða illa og hvar ætti að ráðstafa meiri forða.
Microsoft Dynamics NAV gerir fyrirtækjum kleift að skipuleggja og greina gögn eftir víddum.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Sýna valda samsetningu vídda. | |
Skoða upphæðir í færslubók með því að nota greiningaryfirlit sem þegar er búið að setja upp | |
Skoða núverandi ástand fyrirtækisins með því að uppfæra greiningaryfirlitið með uppfærsluaðgerðinni. |