Tilgreinið í hvaða röð nauðsynlegar aðgerðir eru framkvæmdar við framleiðslu vöru.
Aðgerðirnar er hægt að framkvæma í vinnustöð eða vélarstöð. Leiðin er einnig grunnurinn fyrir vinnsluáætlun, afkastagetuáætlun og framleiðsluskjöl.
Setja verður upp staðalgögn áætlana um afkastagetu ef á að vinna í leiðaskipulagi. Leiðunum er síðan úthlutað á þættina í staðalgögnum vörunnar.
Þegar keyrslan Reikna áætlun eða Endurnýja eftirspurn í áætlun er keyrð er reiturinn Áætlunarleiðarlína fylltur út eftir reitnum Leiðarnr. á birgðaspjaldinu.
Áætlunar-leiðarlínurnar gera kleift að skrá nauðsynlegar aðgerðir, sem eru notandaskilgreindar. Hægt er að tilgreina skilgreiningar á gegnumstreymistíma sem vinnslutíma og tíma þegar engin vinnsla er.
Bent er á að gegnumstreymistími getur verið í ýmsum mælieiningum. En það hefur áhrif á kostnaðarútreikninga.