Sýnir á hvaða stigi framleiðsluuppskriftarinnar viðkomandi vara er notuð.
Ef vara fer beint inn í framleiðsluuppskriftina þá birtist stig ‘1’ hér. En ef varan er einnig notuð í annarri framleiðsluuppskrift birtist hér stig 2.
Til dæmis er framleitt reiðhjól. Á 1. stigi birtast allir hlutar sem þarf fyrir endanlega samsetningu. Dæmi um slíka hluti er framhjól. Hins vegar þarf eina felgu, 50 teina og aðra íhluti til að framleiða þetta framhjól. Því birtist felgan á stigi 2 vegna þess að hún er íhlutur sem notaður er í framhjólinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |