Skilgreinir og skipuleggur framleiðsluuppskriftir.

Uppskrift er listi yfir millivörur, íhluti og hráefni sem notuð eru til að setja saman yfirvöru. Hann sýnir magn hverrar vöru sem þarf til að ljúka samsetningu. Það er listi yfir hvern hlut sem þarf til að búa til eina framleiðslukeyrslu af vörunni.

Þessar framleiðsluuppskriftir eru frábrugðnar vöruuppskriftunum í grunnkerfinu að því leyti sem lýst er hér á eftir.

Framleiðendur nota framleiðsluuppskriftir til að hafa eftirlit með vörum og íhlutum sem notaðar eru til að setja saman yfirvöru. þannig sést það magn sem þarf af hverju til að ljúka samsetningu. Framleiðslan samanstendur af stökum vörum, millivörum og öðrum framleiðsluuppskriftum (skuggauppskriftir). Millivörur eru notaðar í næsta stigi framleiðsluuppskriftarinnar til að búa til aðrar samsetningar.

Í framleiðsluuppskrift geta verið nokkur stig. Hægt er að nota allt að 50 stig. Ein framleiðsluuppskrift svarar alltaf til eins stigs. Með því að nota aðrar framleiðsluuppskriftir (skuggauppskriftir) varanna er umfang stiganna skilgreint.

Framleiðsluuppskriftir stjórna eingöngu efnisþörf framleiðslunnar.

Framleiðsluuppskrift er aðeins hægt að skilgreina eftir að vörurnar í framleiðsluuppskriftinni hafa verið settar upp.

Sá möguleiki er fyrir hendi að afrita eldri uppskriftir og búa til nýja með því að nota aðgerðina Afrita uppskrift á framleiðsluuppskriftarspjaldinu. Eftir að hafa afritað er hægt að gera þær breytingar sem þarf á nýju uppskriftinni.

Sjá einnig