Tilgreinir og viðheldur upplýsingum um vinnustöðvar. Vinnustöð er samsett úr ákveðnum fjölda vélastöðva.

Ráðstöfunarbókhald er mikilvægur hluti þess að hafa stjórn á framleiðsluferli fyrirtækisins. Þessi tafla er notuð í þeim tilgangi. Vinnustöðvartaflan inniheldur upplýsingar sem notaðar eru í margskonar aðgerðir og geta hjálpað til við áætlun á afkastagetuþörf. Til dæmis, reikna út tiltæka afkastagetu og skilvirkni.

Hægt er að úthluta hverri vinnustöð mismunandi vélastöðvum. Númer vélastöðvanna sem á að tengja vinnustöðvum verður að rita í reitinn Vinnustöðvarnr. á vélastöðvarspjaldinu.

Hver vinnustöð skal auk þess hafa númer sem einkennir hana. Þegar númer vinnustöðvar er ritað í einhverjum hluta forritsins notar forritið sjálfkrafa upplýsingar af því tiltekna vinnustöðvarspjaldi.

Með því að úthluta vinnustöð undirverktaka er hægt að stjórna ytri vinnu sem er tengd framleiðsluferlinum.

Allar vinnustöðvar verða vera settar upp í þessari töflu.

Sjá einnig