Tilgreinir dagsetningarreiknireglu til að reikna út lengd tímabils.
Efni reitsins sker úr um hversu oft færslan í handskráðri tekjulínu er skráð. Reiturinn verður að vera útfylltur. Í reiknireglu um ítrekunartíðni mega mest vera 20 stafir, bæði tölustafir og bókstafir, sem forritið kannast við sem skammstafanir á tímasetningu.
Ef t.d. á að skrá línuna í hverjum mánuði má færa inn 1M.
Ef skrá á færslu á síðasta degi hvers mánaðar má gera eitt af þessu:
-
Hægt er að skrá fyrstu færslu á síðasta degi mánaðar og færa inn reikniregluna 1D+1M-1D (1 dagur + 1 mánuður - 1 dagur). Með þessari reiknireglu er dagsetningin reiknuð rétt án tillits til þess hve margir dagar eru í mánuðinum.
-
Hægt er að skrá fyrstu færslu á ótilgreindum degi mánaðar og færa síðan inn reikniregluna 1M+CM. Með þessari reiknireglu er einn heilan mánuður plús dagarnir sem eftir eru í líðandi mánuði reiknaðir.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |