Fyrirtæki notanda kann að geta fengið afslátt hjá lánardrottni ef það kaupir vörur í miklu magni. Kerfið notar töfluna Innkaupalínuafsl. til að halda utan um það.
Innkaupalínuafsláttur er reiknaður út frá upplýsingum um lágmarksmagn og afsláttarprósentu sem settar eru upp í glugganum Innkaupalínuafsl. Vörunúmerið gegnir hlutverki kóta fyrir hvern flokk afsláttarskilmála. Þegar skilmálar hafa verið skilgreindir reiknar kerfið sjálfvirkt innkaupalínuafslátt þegar vara er pöntuð.