Mörg fyrirtæki nota afsláttarprósentur sem tengjast einstökum viðskiptamönnum, sérstökum vörum eða hvoru tveggja. Taflan Sölulínuafsláttur er notuð til að vinna með sölulínuafslætti.
Hægt er að skipa hverjum viðskiptamanni í afsláttarflokk viðskiptamanna.
Taflan Afsláttarflokkur viðskiptam. er notuð til að setja upp afsláttarflokka viðskiptamanns. Eftir að kóti hefur verið settur upp má færa hann inn í reitinn Afsl.flokkur viðskm. á viðskiptamannaspjaldi allra viðskiptamanna sem á að skipa í afsláttarflokk.
Í hvert skipti sem nýr afsláttarflokkur viðskiptamanna er skilgreindur skal tiltaka af hvaða vörum afsláttur er veittur í þeim afsláttarflokki viðskiptamanna. Afsláttarflokkur viðskiptamanna getur að sjálfsögðu fengið afslátt í afsláttarflokkum ýmissa vörutegunda. Sölulínuafslættir eru skilgreindir í glugganum Sölulínuafsláttur. Smellt er á valmyndina Tengdar upplýsingar, bent á Sala og síðan smellt á Línuafslættir til að opna gluggann Sölulínuafslættir á viðskiptamannaspjaldi.
Þá reiknast sölulínuafsláttur sjálfkrafa í línum sem myndaðar hafa verið vegna eftirfarandi: beiðna, pantana, reikninga og kreditreikninga. Sölulínuafsláttur verður hluti af línuafslætti.
Þegar reikningur er stofnaður, til að mynda þegar viðskiptamaður kaupir vöru, athugar kerfið hvort:
-
Til eru samningar um sölulínuafslætti við viðskiptamanninn.
-
Viðskiptamanninum er skipað í afsláttarflokk viðskiptamanna.
-
Vörutegundinni er skipað í vöruafsláttarflokk.
-
Afsláttarprósenta hafi verið sett upp í töflunni Sölulínuafsláttur vegna þessarar tilteknu samsetningar afsláttarflokks viðskiptamanna og vöruafsláttarflokks. (Ef svo er dregur kerfið afsláttarprósentuna frá línunni.)
Til að sjá alla sölulínuafslættina sem settir hafa verið upp er smellt á Tengdar upplýsingar, bent á Sala og síðan smellt á Línuafslættir á viðskiptamannaspjaldinu.