Með afsláttarflokkum er hægt að tilgreina sölulínuafslátt sem fer eftir viðskiptamanninum sem kaupir vöruna.
Sölulínuafslættir eru settir upp í glugganum Sölulínuafslættir. Hægt er að setja upp ýmsar tegundir þar sem verð ræðst til dæmis af dagsetningu, gjaldmiðli, afsláttarflokki viðskiptamanns eða af samblandi þessara þriggja tegunda. Hægt er að setja upp ýmsar tegundir þar sem verð ræðst til dæmis af dagsetningu, gjaldmiðli, afsláttarflokki viðskiptamanns eða af samblandi þessara þriggja tegunda. Kerfið notar töfluna Afsláttarflokkur viðskiptam. til að henda reiður á mismunandi sölulínuafsláttum.
Taflan Afsláttarflokkur viðskiptam. er notuð til að úthluta kóta á hvern afsláttarflokk viðskiptamanns. Þegar afsláttarflokkskóti er færður í töfluna Sölulínuafsláttur afritar kerfið upplýsingar úr töflunni Afsláttarflokkur viðskiptam. í samsvarandi reiti í töflunni Sölulínuafsláttur.
Þegar stofnaðir hafa verið kótar fyrir afsláttarflokka viðskiptamanna er hægt að tilgreina þá á viðskiptamannaspjöldum eða á söluskjölum, svo sem tilboðum og reikningum. Þegar vara er seld og afsláttarflokkur hefur verið tilgreindur á söluskjali gengur kerfið úr skugga um hvort viðkomandi vara hafi sérafslátt eða skilmála í samræmi við tilgreindan afsláttarflokk viðskiptamanns.
Ef nota á afsláttarflokka viðskiptamanns þarf einnig að fylla út töfluna Sölulínuafsláttur.