Inniheldur númer þjónustupöntunarinnar eða þjónustubeiðninnar. Ein af eftirtöldum aðferðum er notuð til að færa inn nýtt skjalanúmer:
-
Ef sett hefur verið upp sjálfgefin númeraröð þjónustupantana er stutt á færslulykilinn. Kerfið fyllir sjálfvirkt út reitinn með næsta númeri í röðinni.
-
Hafi sjálfgefin númeraröð fyrir þjónustupantanir ekki verið sett upp er hægt að handfæra númer.
Skjalanúmerið verður að vera einstakt, ekki er hægt að nota sama númer tvisvar í sömu töflu. Hægt er að setja upp eins mörg númer og þurfa þykir.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |