Tilgreinir upplýsingar um flokkana sem hafa verið settir upp til að leiðrétta verð á þjónustuvörum. Flokkarnir geta verið: Hlutir fyrir verðbreytingar á varahlutum, Vinna fyrir verðbreytingar á forðastundum, Frakt fyrir verðbreytingar á frakt, o.s.frv. Fyrir hvern verðleiðréttingarflokk er hægt að velja hvort verðleiðrétting sé fyrir grunn- eða aukaþjónustulínur eða hvort verðleiðréttingin eigi við alla þjónustu. Ef verðleiðréttingin er fyrir grunn- eða aukaþjónustulínur þarf að tilgreina hvaða þjónustulínur eru leiðréttar fyrir flokkinn í glugganum Verðleiðr. þjónustulínu. Fyrir hvern verðleiðréttingarflokk þarf einnig að tilgreina tegund og númer leiðréttingarlínunnar sem sett er inn sem þjónustulína til að leiðrétta verðlagningu þjónustu. Upphæðin í leiðréttingarlínunni verður bókuð á þetta númer.