Tilgreinir hvernig eigi að nota þjónustuverðflokka til að setja upp tegundir þjónustuverðlagningar fyrir tilteknar tegundir þjónustuvara. Til dæmis má setja upp þjónustuverðflokk fyrir tiltekinn framleiðanda og skilgreina svo tegundir þjónustuverðlagningar sem þjónustuvörur frá þessum framleiðanda skuli fá.

Þjónustuverðlagningin getur einnig farið eftir viðskiptamanninum. Ef svo er eru settar upp tegundir þjónustuverðlagningar fyrir samsetningu þjónustuverðflokka og viðskiptamannaverðflokka.

Þegar búið er að setja upp þjónustuverðflokka er hægt að úthluta þeim til þjónustuvara í þjónustuvörulínum í glugganum Þjónustupöntun. Verðflokkur viðskiptavinarins og verðflokkur þjónustuvörunnar ákvarða þjónustuverðið.

Sjá einnig