Hluturinn styður Microsoft Dynamics NAV uppbygginguna og er aðeins ætlaður til innri nota.

Kerfið stofnar færslu í þessari töflu þegar viðskipti eru bókuð fyrir vöru. Hver færsla inniheldur vörunúmer, birgðageymslukóta og afbrigðiskóta viðskiptanna, sem og matsdagsetninguna og tilkynningu um hvort kostnaðarleiðréttingarkeyrslan hefur verið keyrð fyrir færsluna.

Kerfið notar upplýsingarnar í þessari töflu í tvennum tilgangi. Annars vegar, áður en kostnaður er leiðréttur, gefur færsla í þessari töflu til kynna að kerfið þarf að uppfæra meðalinnkaupsverð fyrir færslur vörunnar á tímabilinu sem lýkur á matsdagsetningu færslunnar. Hinn tilgangur töflunnar er að virka sem leiðarvísir fyrir kerfið um hvaða upplýsingar á að birta í yfirliti útreiknings á meðalinnkaupsverði.

Sjá einnig