Tilgreinir allar beiðnir til vöruhússins um afhendingar og móttökur.

Í töflunni eru upplýsingar um tegund skjala sem vöruhúsabeiðnin varðar (t.d. sölupöntun, innkaupapöntun vöruskilapöntun eða millifærslupöntun). Felur líka í sér stöðu pöntunar, birgðageymslu og upplýsingar varðandi afhendinguna. Upplýsingarnar er afritaðar frá reitnum í upprunaskjalshausnum.

Færslurnar í þessari töflu eru búnar til þegar upprunaskjölin eru gefin út. Ef upprunaskjalið er opnað aftur og síðan gefið út aftur er vöruhúsabeiðnin uppfærð, en tengd vöruhúsaaðgerðaskjöl eru ekki uppfærð.

Til athugunar
Forritið býr til sérstakar vöruhúsabeiðnir fyrir hverja birgðageymslu sem birtist í línum upprunaskjals. Til dæmis ef í sölupöntun eru vörur sem á að afhenda frá tveimur mismunandi birgðageymslum eins og vöruhúsum eða dreifingarmiðstöðvum, eru gerðar tvær vöruhúsabeiðnir þegar pöntunin er gefin út.

Sjá einnig

Tilvísun

Upprunaskjöl